Krían komin á Bessastaði

Krían er komin á höfuðborgarsvæðið.
Krían er komin á höfuðborgarsvæðið. mbl.is

Krí­an er kom­in í Bessastaðatúnið en nokkr­ir tug­ir fugla sáust þar í morg­un. Þá sást til kríu í Leir­vogi í Mos­fells­bæ í gær. Höfuðborg­ar­bú­ar líta gjarn­an á krí­una sem tákn­mynd vors­ins. Hún er nú fyrr á ferðinni á höfuðborg­ar­svæðinu en oft áður, venju­lega kem­ur hún ekki fyrr en um 10. maí.

Fyrstu krí­urn­ar komu til lands­ins 20. apríl en 10-15 fugl­ar sáust við Ósland á Höfn þann dag. Fyrstu krí­urn­ar sjást yf­ir­leitt á bil­inu 20.-22. apríl en meg­inþorri fugl­ana kem­ur um mánaðar­mót­in apríl/​maí.

Krí­urn­ar koma venju­lega fyrst að landi í Hornafirði. Í fyrra sáust þær fyrstu 23. apríl og árið 2007 degi fyrr, 22. apríl.

Krí­an er einn út­breidd­asti sjó­fugl­inn á Íslandi. Varpstaðir eru á að giska 1.500 og pör­in um 250 til 500 þúsund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert