Losunarmörk á jarðvarmavirkjanir

Hellisheiðarvirkjun að kvöldlagi.
Hellisheiðarvirkjun að kvöldlagi. Rax / Ragnar Axelsson

Um­hverf­is­ráðuneytið lít­ur al­var­leg­um aug­um meng­un af völd­um brenni­steinsvetn­is á höfuðborg­ar­svæðinu og hef­ur haft hana til sér­stakr­ar skoðunar und­an­farna mánuði. Unnið er að nýrri reglu­gerð í ráðuneyt­inu um los­un brenni­steinsvetn­is, og er gert ráð fyr­ir að í henni verði kveðið á um há­marks­los­un­ar­mörk frá jarðvarma­virkj­un­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu.

Sagt hef­ur verið frá því í frétt­um að und­an­förnu að meng­un af þessu tagi hafi und­an­farið mælst meiri en áður og að lík­legt sé talið að hún komi frá Hell­is­heiðar­virkj­un.

„Þá hef­ur ráðherra lagt til að mælistöðvum sem mæla brenni­steins­meng­un á höfuðborg­ar­svæðinu verði fjölgað. Þar að auki hef­ur ráðherra falið Um­hverf­is­stofn­un að finna leiðir til að draga úr styrk brenni­steinsvetn­is á höfuðborg­ar­svæðinu svo hratt sem nokk­ur kost­ur er. Í því augnamiði hef­ur Um­hverf­is­stofn­un efnt til reglu­legra sam­ráðsfunda með Orku­veitu Reykja­vík­ur, Vinnu­eft­ir­liti rík­is­ins og Heil­brigðis­eft­ir­liti Suður­lands. Í tengsl­um við það sam­ráð hef­ur Orku­veita Reykja­vík­ur unnið viðbragðsáætl­un um aðgerðir ef styrk­ur brenni­steinsvetn­is fer yfir ákveðin mörk.

Til viðbót­ar við mæl­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar í Norðlinga­holti í Reykja­vík og í Hvera­gerði hef­ur Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands gert kröfu á Orku­veitu Reykja­vík­ur um upp­setn­ingu á föst­um mælistöðvum í Hvera­gerði, við Hell­is­heiðavirkj­un og aust­ar­lega í Reykja­vík. Farið var fram á að stöðvarn­ar yrðu tekn­ar í notk­un eigi síðar en 1. apríl síðastliðinn en síðan hef­ur sá frest­ur verið fram­lengd­ur og stefnt er að því að mælistöðvarn­ar verði tekn­ar í notk­un í sum­ar.

Rétt er að geta þess að Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ekki form­lega aðkomu að mál­efn­um Hell­is­heiðar­virkj­un­ar þar sem Heil­brigðis­nefnd Suður­lands veit­ir starfs­leyfið og hef­ur eft­ir­lit með starf­sem­inni eins og kveðið er á um í lög­um. Ráðuneytið hef­ur nú til skoðunar hvort rétt sé að huga að laga­breyt­ing­um í þessu sam­bandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert