Eftir að bankarnir hrundu og kreppan skall á hefur fólk í auknum mæli leitað til kaþólsku kirkjunnar eftir hjálp. Að sögn séra Jakobs Rollands, kanslara Reykjavíkurbiskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar, hafa jafnt Íslendingar sem útlendingar leitað sér andlegrar aðstoðar hjá kirkjunni en flestir hafa leitað til Teresusystranna í Breiðholtinu sem eru í reglu Móður Teresu frá Kalkútta en þær sinna fátækum.
„Þær hafa vart undan við að dreifa matvælum um allan bæ,“ segir hann og bætir við að systurnar hafi sótt um að fá að opna súpueldhús í miðbænum, bæði til að gefa fólki að borða og einnig til að fá tækifæri til að ræða við fólk í neyð, en engin svör hafi borist frá borginni.
Hún staðfestir að þær vilji opna súpueldhús í miðbænum og hafa þær beðið borgarstjóra um leyfi og aðstoð við að finna húsnæði. „Við erum búin að biðja borgarstjóra um leyfi, reyndar höfum við rætt við tvo borgarstjóra, en beiðni okkar hefur aldrei verið svarað. Við höfum beðið í sex mánuði en okkur var lofað að svar myndi berast innan tveggja vikna.“