Þjónusta heilsugæslu skerðist

Læknaráð heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu segir að þjónusta heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu muni skerðast frá og með 1. maí vegna sparnaðarráðstafana yfirstjórnar heilsugæslunnar.

Læknaráð heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu hélt almennan félagsfund á þriðjudagskvöld þar sem til umræðu voru þær sparnaðaraðgerðir sem yfirstjórn Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins hefur boðað frá og með 1. maí næstkomandi.

Ályktun fundarins var sú að Læknaráðið telur sér skylt að benda skjólstæðingum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á að vegna þessara sparnaðarráðstafana  þá mun þjónusta heilsugæslunnar skerðast vegna minnkaðs tímaframboðs hjá heilsugæslulæknum.

Læknaráð harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum heilsugæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert