Þung ábyrgð að bera

00:00
00:00

Ármann Reyn­is­son  seg­ist feg­inn í dag að hafa snúið baki við viðskipta­líf­inu og breytt lífi sínu. Hann seg­ir hætt við því að hann hefði ann­ars lent í því að eiga þátt í efna­hags­hrun­inu núna.

Fyr­ir 18 árum fékk Ármann tveggja ára dóm fyr­ir auðgun­ar­brot og fjár­svik. Dóm­ur­inn féll í kjöl­far Ávöxt­un­ar­máls­ins svo­kallaða þar sem stór hóp­ur fólks tapaði öllu sínu spari­fé.  Ármann seg­ir hætt við því að hann hefði sog­ast inn í þenn­an heim banka og viðskipta­lífs­ins, fíla­beinst­urn sem á end­an­um hefði hrunið. Hann seg­ir viðskipt­in hröð og ásókn­ina í hagnað og gróða svo mikla að menn hrein­lega gleymi sér.

Hann seg­ist vor­kenna þeim sem beri ábyrgðina núna. Hann viti að þeim og fjöl­skyld­um þeirra líði illa núna. Það sé þung og mik­il ábyrgð að rísa und­ir að hafa komið heilli þjóð kald­an klaka.

Ármann seg­ir að taka ætti jafn hart á mál­um þeirra sem beri ábyrgð í þessu efna­hags­hruni og gert var gagn­vart hon­um per­sónu­lega  í Ávöxt­un­ar­mál­inu. Hann hafi misst all­ar sín­ar eig­ur og staðið eft­ir á sviðinni jörð. Þá hafi hann verið hundeld­ur í fimm ár, dreg­inn í gegn­um rétt­ar­kerfið og afplánað að því loknu  eins árs fang­els­is­dóm á Kvía­bryggju. Ekki nóg með það held­ur hafi hon­um verið haldið þrem­ur vik­um leng­ur til að gera hon­um lífið eins djöf­ul­legt og hægt var.

Ármann sneri sér að öðru eft­ir að þessu æv­in­týri lauk og hef­ur und­an­far­in tíu ár skrifað svo­kallaðar vinjett­ur. Nú síðast seg­ist hann hafa fengið kveðjur frá Mar­gréti Dana­drottn­ingu, Jó­hann­esi Ei­des­ga­ard lög­manni Fær­eyja og Jónatan Moz­feldt í Græn­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert