Trú Íslendinga á virkni markaðarins hefur minnkað

Stefán Ólafsson.
Stefán Ólafsson.

Svo virðist sem efna­hags­hrunið hafi dregið nokkuð úr trú fólks á virkni markaðar­ins í sam­fé­lag­inu. Þetta kem­ur fram í könn­un sem Þjóðmála­stofn­una Há­skóla Íslands hef­ur gert á viðhorf­um fólks til vel­ferðar­mála í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins gerð.

Tæp 71% svar­enda eru frek­ar eða mjög ósam­mála þeirri full­yrðingu að besta leiðin til að vinna á efna­hags­vand­an­um sé að láta markaðinn rétta sig af án af­skipa rík­is­ins.

Að sama skapi eru tæp 90% svar­enda frek­ar eða mjög sam­mála því að rík­is­valdið hafi mik­il­vægu hlut­verki að gegna við end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs.

Í frétta­bréfi Þjóðmála­stofn­un­ar kem­ur fram að ekki séu til til­tæk sam­bæri­leg gögn frá því fyr­ir hrunið og því sé ekki hægt að full­yrða neitt ákveðið um um­fang breyt­inga á viðhorf­um fólks til þess­ara mála. „Í ljósi þess að áhrif al­mennr­ar
frjáls­hyggju hafa verið mik­il á Íslandi á und­an­förn­um ára­tug virðist lík­legt að viðhorf til sjálf­stæðis markaðar­ins hafi áður verið tals­vert já­kvæðara en nú
er,“ seg­ir m.a. í nýj­asta frétta­bréfi Þjóðmála­stofn­un­ar. 

„Í ljósi þess að áhrif al­mennr­ar frjáls­hyggju hafa verið mik­il á Íslandi á und­an­förn­um ára­tug virðist lík­legt að viðhorf til sjálf­stæðis markaðar­ins hafi áður verið tals­vert já­kvæðara en nú er. Raun­ar eru niður­stöðurn­ar svo af­ger­andi að ætla má að trú­verðug­leiki markaðshyggju hafi beðið hnekki og að fólk horfi nú í auknu mæli til rík­is­ins sem æski­legs ger­anda í að tryggja efna­hags­leg­an stöðug­leika,“ seg­ir í frétta­bréf­inu.

Tekið fram að ætla megi að með tím­an­um muni til­trú á markaðinn aukast á nýj­an leik, enda sé markaður­inn mik­il­væg­ur í skip­an at­vinnu­lífs og viðskipta.

Meðal annarra niðurstaðna könn­un­ar­inn­ar er að nærri 89% svar­enda eru mjög eða frek­ar sam­mála því að mik­il­vægt væri að tryggja aðkomu al­mennra borg­ara að ákvörðunum um framtíð Íslands. Ein­ung­is 4% eru því and­víg. 

Tæp 73% svar­enda telja stjórn­mála­stefnu und­an­far­inna ára vera megin­á­stæðu fyr­ir­liggj­andi efna­hags­vanda, en tæp 14% eru því ósam­mála

88% svar­enda telja mik­il­vægt að efla ís­lenska vel­ferðar­kerfið, en 3,6% eru því and­víg. 

Tæp 47% svar­enda eru frek­ar eða mjög sam­mála því að leggja eigi meiri áherslu á frelsi ein­stak­lings­ins á hinu nýja Íslandi meðan 88% svar­enda eru frek­ar eða mjög sam­mála því að leggja eigi meiri áherslu á jöfnuð í framtíðinni. 

Tæp 83% svar­enda eru mjög eða frek­ar ósam­mála því að Íslend­ing­ar eigi að taka sér Banda­rík­in til fyr­ir­mynd­ar í framtíðinni og ein­ung­is rúm 4% eru því sam­mála. Rúm 75% eru frek­ar eða mjög sam­mála því að Ísland framtíðar­inn­ar ætti að líkj­ast meira skandi­nav­ísku þjóðfé­lög­un­um og ein­ung­is rúm 7% eru því ósam­mála. 

Könn­un­in er hluti af fjölþjóðlegu rann­sókn­ar­verk­efni og inni­held­ur mik­inn fjölda
spurn­inga um viðhorf fólks til ein­stakra þátta vel­ferðar- og þjóðmála. Sam­bæri­leg könn­un hef­ur verið lögð fyr­ir al­menn­ing í Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi, Þýskalandi og Hollandi. Að auki voru lagðar fyr­ir sér­stak­ar spurn­ing­ar á Íslandi um viðhorf fólks til hruns­ins og áhersl­ur varðandi end­ur­reisn
sam­fé­lags­ins.

Um er að ræða póst­könn­un sem var fram­kvæmd á tíma­bil­inu frá 1. des­em­ber til 1. apríl. Úrtakið var 1500 manns og svör­un rúm­lega 50% af virku úr­taki. Grein­ing á sam­setn­ingu svar­enda­hóps­ins bend­ir til að svar­end­ur end­ur­spegli þjóðina 18 ára og eldri með viðun­andi hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert