Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Ísafoldar, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður, voru óskipt dæmd til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni, eiganda nektardansstaðarins Goldfinger, 800.000 krónur með dráttarvöxtum í Hæstarétti í dag.
Ásgeir Þór krafðist þess fyrir dómi að dæmd yrðu dauð og ómerk 22 tilgreind ummæli í umfjöllun Ísafoldar í júní 2007, um Goldfinger. Hæstiréttur féllst á að fimm ummæli skyldu dæmd dauð og ómerk á þeim forsendum, að í þeim fælust aðdróttanir um refsiverða háttsemi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt sjö ummæli dauð og ómerk.
Þau ummæli sem Hæstiréttur ógilti voru eftirfarandi.
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson dæmdu í málinu, auk Viðars Más Matthíassonar, setts hæstaréttardómara. Þeir milduðu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi blaðamennina til að greiða eina milljón króna í bætur.
Auk 800.000 krónanna voru Jón Trausti og Ingibjörg Dögg dæmd til að greiða Ásgeiri Þór 350.000 krónur í málskostnað.
Hæstiréttur segir, að í greininni í Ísafold hafi falist aðdróttanir um mansal, sem sé refsiverð háttsemi. Fékk Ásgeir dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur auk 300 þúsund króna til að standa straum af kostnað við að birta dóminn.