Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til vegna svínainflúensu sem komið hefur upp þar í landi og smitast manna á milli.
Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum í Mexíkó að fylgja leiðbeiningum mexíkóskra stjórnvalda um viðbrögð og forvarnir gegn vínainflúensunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Sóttvarnalæknis (www.influensa.is) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (www.who.int/en).
Utanríkisráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með framvindu mála.