Miðað við upplýsingar frá Hagstofunni um innflutning á kaffi hefur hlutur íslenskra kaffiframleiðenda á markaði aukist til muna frá bankahruninu. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam innflutningur á óbrenndu kaffi 44,4% af heildarinnflutningi, en á sama tíma í fyrra nam hlutfallið 29,4%. Aukningin á milli ára er einstök, segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.