Skýrslutökur yfir flestum þeirra sjö stúlkna, sem í hóp réðust á fimmtán ára stúlku í Heiðmörk á miðvikudag, fóru fram í gærkvöldi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, er málið að mestu leyti upplýst. Játningar liggja fyrir og svo virðist sem þrjár stúlkur hafi haft sig mest í frammi við árásina.
Friðrik Smári segir málið nú fara sína leið í réttarkerfinu auk þess sem barnarverndaryfirvöld koma að því.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir málið litið afar alvarlegum augum.