Íslenskir iðnnemar í sjálfheldu

Frá kröfugöngunni, þegar gengið var frá Hlemmi áleiðis niður Laugaveginn …
Frá kröfugöngunni, þegar gengið var frá Hlemmi áleiðis niður Laugaveginn í átt að Austurvelli. Mbl.is/Guðmundur Sv. Hermannsson

Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, formaður Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema, flutti ávarp á bar­áttu­degi verka­fólks á Aust­ur­velli í dag. Hann ræddi um mál­efni náms­manna. Hann sagði að í mál­efn­um náms­manna væri yf­ir­leitt spurt hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyr­ir land­flótta. Nær væri að spyrja hvernig ætti að fá það fólk sem farið er til út­landa til náms til að koma aft­ur, með sína fram­andi sér­fræðiþekk­ingu.

Þá sagði hann að staða iðnnema væri í sjálf­heldu á Íslandi í dag. ,,For­senda þess að þeir klári nám sitt er að þeir starfi sem nem­ur einu ári á vinnu­markaðnum. En markaður­inn er fros­inn og nem­ar þeir fyrstu til að fjúka," sagði Stefán Rafn. Íslend­ing­ar myndu því þurfa að horf­ast í augu við veru­leg­an skort á fag­lærðum iðnaðarmönn­um inn­an tíðar, ef ekk­ert yrði gert í mál­efn­um þessa hóps.

Hann sagði jafn­framt að Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema vildi jöfn tæki­færi fyr­ir náms­menn og því þyrfti að opna bet­ur fyr­ir Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna. Sagði hann að mennt­málaráðuneytið ætlaðist til þess að nema væru ekki á vinnu­markaði en hefðu þó ekki all­ir aðgang að lána­sjóðnum.  ,,Ætl­ast þau til þess að menn borgi náms­gögn­in með loft­inu einu? Við erum ekki öll fædd með silf­ur­skeið í munn­in­um," sagði hann og upp­skar lófa­tak.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert