„Kreppa nærð af græðgi og siðleysi"

Safnast verður við Hlemm kl. 13, en útifundur hefst á …
Safnast verður við Hlemm kl. 13, en útifundur hefst á Austurvelli kl. 14:10. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Krepp­an hér á landi varð al­var­leg vegna þess að hún var allt í senn, bankakreppa, gjald­eyri­skreppa og hug­ar­far­skreppa, nærð af græðgi og siðleysi. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í 1. maí ávarpi full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Reykja­vík, BSRB, BHM, KÍ og Sam­bands fram­halds­skóla­nema.

"Öflugt vel­ferðar­kerfi ger­ir okk­ur kleift að standa af okk­ur áföll­in og aðeins með sam­stöðu og sam­heldni mun þjóðinni tak­ast að vinna bug á erfiðleik­un­um enda und­ir­stöður ís­lensks efna­hags­lífs traust­ar og á þeim má byggja til framtíðar. For­senda sam­stöðunn­ar er jöfnuður og fé­lags­legt rétt­læti. Kjara­bilið hef­ur farið ört breikk­andi, þar með talið kyn­bundið launam­is­rétti. Það ber vott um ófyr­ir­leitni og al­gert dómgreind­ar­leysi þegar kallað er eft­ir sam­stöðu lág­tekju­fólks án þess að heita jafn­framt stuðningi við rót­tæk­ar jöfn­un­araðgerðir. Slíkt hef­ur hol­an hljóm og er til marks um hræsni. Því er al­farið hafnað að al­mennt launa­fólk verði eitt látið bera all­an her­kostnaðinn af óráðsíu og bruðli und­an­far­inna ára."


Í ávarp­inu er bent á þá staðreynd að hátt í tutt­ugu þúsund Íslend­ing­ar eru at­vinnu­laus­ir í dag og heilu at­vinnu­grein­arn­ar eru í lamasessi. Fjöldi kraft­mik­illa fyr­ir­tækja sé gjaldþrota eða á leiðinni í greiðsluþrot. "Marg­ar fjöl­skyld­ur standa nú frammi fyr­ir því að eiga minna en ekki neitt í íbúðar­hús­næði sínu. Líf­eyr­is­sjóðir okk­ar, Íbúðalána­sjóður og fjár­mála­kerfið allt hef­ur orðið fyr­ir þungu höggi. Á þessu ári og því næsta munu marg­ir líf­eyr­is­sjóðir þurfa að skerða rétt­indi fé­lags­manna sem ára­tug­um sam­an hafa safnað líf­eyri til efri ár­anna. Sjóðir sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­ins standa frammi fyr­ir því að skerða ýmsa þjón­ustu, hækka skatta eða safna skuld­um."


Í ávarp­inu seg­ir að í ná­granna­lönd okk­ar búi mörg við fjár­málakreppu en ekki gjald­eyri­skreppu. "Stjórn­mála­menn hafa allt of lengi lokað aug­un­um fyr­ir því að ís­lenska krón­an er ekki leng­ur gjald­geng í myntsam­fé­lagi þjóðanna sem sýn­ir sig m.a. í því að ís­lensk­ar fjár­mála­stofn­an­ir tóku stöðu gegn krón­unni og stuðluðu þar með að hruni fjár­mála­kerf­is­ins."

Um allt land fagn­ar launa­fólk 1. maí með kröfu­göngu og funda­höld­um.  Í Reykja­vík verður safn­ast sam­an á Hlemmi kl. 13.00 þar sem Sig­trygg­ur Bald­urs­son og Para­ból­urn­ar leika slag­verks­tónlist. Gang­an legg­ur af stað kl. 13.30 og er gengið niður Lauga­veg, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og inn á Aust­ur­völl þar sem úti­fund­ur­inn verður hald­inn. Lúðrasveit verka­lýðsins og Lúðrasveit­in Svan­ur leika fyr­ir göng­unni. Útifund­ur á Aust­ur­velli hefst kl. 14:10 og lýk­ur kl. 15.

Sjá ávarp full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Reykja­vík, BSRB, BHM, KÍ og Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert