Í dag, 1. maí, leggur kröfuganga verkalýðsins af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og gengur niður Laugaveg og niður á Ingólfstorg. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu og ræðumenn flytja örræður á meðan gangan stendur yfir. Útifundurinn hefst á Austurvelli kl. 14.10. Ræður flytja Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins, og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.