Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu

Tæp­lega 80% lands­manna telja, að viðskipta­lífið sé spillt, að því er kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallup, sem sagt var frá í frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Ríf­lega 70% telja stjórn­mála­flokk­ana spillta og um helm­ing­ur álít­ur að spill­ing viðgang­ist á fjöl­miðlum lands­ins.

Fram kem­ur að al­menn­ing­ur tel­ur nú að spill­ing sé meiri á þess­um sviðum en þegar spurt var um spill­ingu fyr­ir tveim­ur árum. Færri telja þó dóm­stóla spillta nú en þegar spurt var árið 2007.

Tæp­lega helm­ing­ur tel­ur að viðskipta­lífið beiti oft eða mjög oft mút­um til að hafa áhrif á stefnu stjórn­valda og laga­setn­ing­ar. Kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru þó ólík­legri en aðrir til að telja að viðskipta­lífið beiti mút­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert