Margir telja spillingu ríkja í þjóðfélaginu

Tæplega 80% landsmanna telja, að viðskiptalífið sé spillt, að því er kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Ríflega 70% telja stjórnmálaflokkana spillta og um helmingur álítur að spilling viðgangist á fjölmiðlum landsins.

Fram kemur að almenningur telur nú að spilling sé meiri á þessum sviðum en þegar spurt var um spillingu fyrir tveimur árum. Færri telja þó dómstóla spillta nú en þegar spurt var árið 2007.

Tæplega helmingur telur að viðskiptalífið beiti oft eða mjög oft mútum til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og lagasetningar. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þó ólíklegri en aðrir til að telja að viðskiptalífið beiti mútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert