Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu

Gróttuviti.
Gróttuviti. mbl.is

Sjö börn og fjórir fullorðnir fengu óvænta björgun á Gróttu í gær. Þau voru í skólaferðalagi á vegum Waldorfsskólans í Lækjarbotnum og gistu þar um nóttina. 

Börnin voru að leik þegar björgunarbátur kom aðvífandi. Vegfarendur í landi töldu þau í sjálfheldu í hólmanum. og hafði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu því verið kallað út til að „bjarga“ fólkinu.  „Við vorum bara í ró og næði í þessari frábæru aðstöðu í Gróttu,“segir Kerstin Andersson, kennari í Waldorfsskóla.  

Börnin í hópnum voru sjö úr 5. og 6. bekk skólans og  fjórir fullorðnir gættu þeirra. Þetta er fyrsta ferð skólans í Gróttu, en starfsmenn hans hyggjast nú jafnvel fara árlega í ferðalag þangað.

Í fyrstu tilkynningu til lögreglunnar í morgun mátti skilja að fólkið væri í hættu á flæðiskeri, en eins og gefur að skilja reyndist það ekki á rökum reist. Slökkviliðið sendi út tvo slöngubáta til að sækja börnin og forráðamenn þeirra. Annar báturinn fór frá flugvellinum en hinn var bátur sem geymdur er við Tunguháls. Sem fyrr segir reyndist engin þörf á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert