Annars konar Hydroxycut hér á landi

Hydroxycut er mikið notað hér á landi og í tengslum …
Hydroxycut er mikið notað hér á landi og í tengslum við líkamsrækt. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Umboðsaðili Hydroxycut hér á landi seg­ir í til­kynn­ingu að efnið sem selt er á Íslandi hafi fengið samþykki Lyfja­stofn­un­ar, Mat­væla­stofn­un­ar og Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins. Þar sé um að ræða efni sem sér­stak­lega er fram­leitt fyr­ir Evr­ópu­markað, hafi aðeins feng­ist í Evr­ópu og sé full­kom­lega hættu­laust.

Svavar Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Fit­n­ess­sport og umboðsaðili Hydroxycut á Íslandi, seg­ir að efnið sem innkallað var í Banda­ríkj­un­um sé ætlað keppn­is­fólki í lík­ams­rækt og hef­ur í raun aldrei feng­ist samþykkt hjá lyfja­eft­ir­liti Banda­ríkj­anna. Var­an sé á eng­an hátt sam­bæri­leg við Hydroxycut efnið sem selt er í versl­un­um hér á landi og hef­ur fengið öll til­skil­in leyfi.

„Það eru miklu strang­ari regl­ur í Evr­ópu en í Banda­ríkj­un­um. Þess vegna hafa þess­ar vör­ur aldrei feng­ist hér. Sér­stak­lega ekki þetta Hydroxycut Har­dcore sem þeir telja að sé vald­ur­inn að þessu veseni. Það hef­ur aldrei verið selt hér og um aldrei fást.

Í Evr­ópu þarf að sækja um öll leyfi áður en vara er sett á markað. Sanna þarf að hún sé hættu­laus. Í Banda­ríkj­un­um er þessu öf­ugt farið. Þar setja menn vöru á markað og svo er það hlut­verk lyfja­eft­ir­lits­ins að sanna að hún sé hættu­leg. Það er oft hægt að selja vör­ur í mörg ár áður en lyfja­eft­ir­litið bann­ar þær,“ seg­ir Svavar.

Svavar seg­ir efnið sem fá­ist í Evr­ópu mun væg­ari en þau sem voru á markaði í Banda­ríkj­un­um. Og ekk­ert bendi til þess að efn­in hafi valdið hjart­sláttatrufl­un­um hjá ein­stak­ling­um hér á landi.

„Það er ekk­ert í Hydroxycut sem get­ur valdið hjar­ta­kvill­um nema kannski koff­ín, og í fjór­um Hydroxycut töfl­um, sem er dagskammt­ur, er jafn mikið koff­ín og í ein­um kaffi­bolla,“ seg­ir Svavar. Hann tek­ur þó fram að ef efnið er notað vit­laust geti það leitt til auka­verk­ana, líkt og ef drukkið er of mikið kaffi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert