Um tvö hundruð fornbílar voru skoðaðir í skoðunarstöð Frumherja að Hesthálsi í dag. Um er að ræða árlegan skoðunardag fornbíla og var slegið upp hátíð að því tilefni.
Síðustu bílarnir voru skoðaðir á öðrum tímanum og var í kjölfarið farið í fyrstu hópkeyrslu sumarsins.
Áætlað er að um hundrað fornbílum sé nú ekið um höfuðborgarsvæðið. Sá elsti er árgerð 1924 en þeir yngstu árgerð 1972.