Afborganir áláni nær sextugs manns hafa tvöfaldast á fjórum árum. Hann greiðir nú rétt tæpar 400 þúsund krónur á þriggja mánaða fresti af láninu, sem var upphaflega 9,5 milljónir. „Ég er búinn að vera,“ segir hann. Hann samþykkti að bankinn ákvæði vextina á hverjum tíma, þeir eru nú rúmlega tíu prósent á verðtryggðu láninu.
Vextir lánsins eru nú 10,35%, en helsta hækkun þess starfar þó af verðbólgunni. Afborganir af láninu, þriðja hvern mánuð, hækkuðu um rúmar átta þúsund krónur milli áranna 2005 til 2006, stóðu í 238 þúsund krónum 2007, tæpum 338 þúsundum 2008 og tæplega 399 þúsundum nú í marsmánuði.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir dæmi mannsins ekkert einsdæmi.
„Fólk þurfti að taka þessi okurvaxtalán því ekki var möguleiki að fá lán umfram 20 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði og hann mátti aðeins brúa bilið að því marki lánuðu lífeyrissjóðirnir út á eignir fólksins.“ Þessu hafi bankarnir komið til leiðar með sífelldum kærum til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
Ingibjörg segir bankana, með hárri uppgreiðsluprósentu, hafa tryggt sig fyrir því að fólk greiddi lánin upp. „Bankarnir hafa allt sín megin.“Vextir lánsins eru nú 10,35%, en helsta hækkun þess starfar þó af verðbólgunni. Afborganir af láninu, þriðja hvern mánuð, hækkuðu um rúmar átta þúsund krónur milli áranna 2005 til 2006, stóðu í 238 þúsund krónum 2007, tæpum 338 þúsundum 2008 og tæplega 399 þúsundum nú í marsmánuði.