Unglingsstúlkurnar sem réðust hrottalega á fimmtán ára stúlku í Heiðmörk á miðvikudag munu að öllum líkindum sleppa með frestun ákæru eða skilorðsbundinn dóm. Þær gætu þó verið ákærðar fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, fjárkúgun og hótanir.
Verði þær dæmdar til að greiða miskabætur og geti ekki borgað þarf fórnarlambið að sækja bæturnar til ríkisins. Ekki eru fordæmi fyrir því að ábyrgðin falli á forsjármenn.