Hvalaskoðunarvertíðin er hafin frá Húsavík í ár og bæði fyrirtækin sem bjóða upp á hana byrjuð að sigla. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu því nú þegar hafa sést fimm hvalategundir í ferðum bátanna.
Náttfari, bátur Norður-Siglingar, hóf siglingar um miðjan apríl og höfðu sést fjórar tegundir hvala í þeim ferðum. Þetta voru hnísur, höfrungar, hrefnur og háhyrningar. Í gær hóf svo Faldur, bátur Hvalaferða, siglingar og í ferðum bátanna sáu farþegar þeirra fyrsta hnúfubak sumarsins í Skjálfandaflóa.