Skora á sjávarútvegsráðherra

Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra.
Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalaskoðunarsamtök Íslands lýsa furðu á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um friðun svæða fyrir hrefnuveiðum og telja þau svæði afar þröng. Samtökin skora á ráðherrann að endurmeta stöðuna hið snarasta á venjubundinn hátt og líta til hófsamra tillagna sem lagðar voru fram af hvalaskoðunarsamtökunum.

„Engin dæmi eru til um að hvalveiðar og hvalaskoðun fari saman – hvorki í Noregi eða annarsstaðar – það liggur í hlutarins eðli en væri óskhyggja grunnhygginna. [...] Það er óumdeilt að hrefna sem er skotin – verður ekki til sýnis.  Augljóst er að þær hrefnur sem verða fyrir áreiti veiðimanna – styggjast og verða lítt sýnilegar frá hvalaskoðunarbátum á Faxaflóa, Skjálfanda og öðrum sambærilegum skoðunarsvæðum.  Hrefnur hafa frá upphafi verið hryggjarsúlan í starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja og hagsmunum þeirra því stefnt í voða,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Hvalaskoðunarsamtökin skora á ráðherra sjávarútvegsmála að endurmeta stöðuna hið snarasta á venjubundinn hátt, með því að fara bil beggja.

Flensarar að verki.
Flensarar að verki. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert