Heilbrigðisyfirvöld í Noregi rannsaka nú sýni sem tekið var úr konu á þrítugsaldri sem veiktist eftir ferðalag til Mexíkó fyrir viku síðan. Konan greindist með inflúensu af A-stofni en ekki kemur í ljós fyrr en á morgun hvort um sé að ræða svínaflensuna sem geisar nú um heimsbyggðina – án teljandi vandkvæða.
Ef konan reynist vera með svínaflensu er það fyrsta staðfesta tilfellið í Noregi. Læknar í Noregi greindu frá því að konan hefði ekki verið lögð inn á sjúkrahús né í einangrun, enda er hún ekki mikið veik og hefur að mestu náð sér af flensunni.