Útivistartíma barna breytt

ap

Útivist­ar­tími barna og ung­linga tók breyt­ing­um í gær, 1. maí. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukk­an 22 og ung­ling­ar 13 til 16 ára mega vera úti til miðnætt­is. Börn mega ekki vera á al­manna­færi utan fyrr­greinds tíma nema í fylgd með full­orðnum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Útivist­ar­regl­urn­ar eru sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um. Þeim er meðal ann­ars ætlað að tryggja næg­an svefn. Þó svo svefnþörf­in sé ein­stak­lings­bund­in má ætla að börn og ung­ling­ar á grunn­skóla­aldri þurfi tíu tíma svefn á nóttu.

Bregða má út af regl­un­um fyr­ir eldri hóp­inn þegar ung­ling­ar eru á heim­leið frá viður­kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku­lýðssam­komu. Ald­ur miðast við fæðing­ar­ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert