Móðir fjórtán ára pilts hringdi í lögreglunnar á Akranesi og játaði fyrir hönd sonar síns íkveikju á leikskólanum Teigaseli á Akranesi í gærkvöldi. Pilturinn hafði verið að kveikja í púðurkellingum með friðarkerti en gleymt því við leikskólann. Nokkrar skemmdir urðu á klæðningu vegna eldsins.
Eldurinn kom upp laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkviliðs var kallað út og gekk slökkvistarf greiðlega. Eldurinn náði ekki inn í aðalbyggingu leikskólans en litlu mátti muna. Húsið er klætt timbri og skemmdist klæðning nokkuð.