Öllum starfsmönnum sagt upp

Öllum starfsmönnum verktakafyrirtækisins Heimis og Þorgeirs var sagt upp störfum nú fyrir helgi vegna verkefnaleysis og bágrar fjárhagsstöðu. Þegar best lét var fyrirtækið með 120 manns í vinnu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

 Verktakafyrirtækið Heimir og Þorgeir hefur verið starfrækt í 15 ár. Þegar best lét störfuðu um 120 manns hjá félaginu. Stjórnendur fyrirtækisins hafa frá því um áramót reynt að hagræða í rekstri en á fimmtudag varð þeim ljóst að ekki væri hægt að halda starfseminni áfram. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins, hátt í 50 manns, var því sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert