Stofnaður hefur verið vefurinn osammala.is af fólki sem er ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg.
Síðuhaldarar telja að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið séu þeir sjálfstæð þjóð utan sambandsins og vilja að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri. Hægt er að leggja málstaðnum lið með því að skrá sig á vefnum. Í gærkvöldi hafði 4.421 gert það.