Frávísunarkrafa í Baugsmáli tekin fyrir

mbl.is/Ómar

Munnlegur málflutningur vegna frávísunarkröfu verjenda sakborninga í Baugsmáli hófst fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Málið var þingfest í lok febrúar. Þetta er þriðja ákæran sem gefin er út í svokölluðu Baugsmáli og er hún í fimm liðum. Ákæran varðar skattahluta rannsóknarinnar sem hófst með húsleit í ágúst 2002.

Málið er höfðað gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og Gaumi, vegna meintra skattalagabrota.

Verjendur sakborninga krefjast frávísunar og telja að búið sé að ljúka þessum málum hjá skattayfirvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert