Hugmyndir um upptöku aflaheimilda og að setja þær á uppboð eru ógn við íslenskan sjávarútveg. Uppboðsleiðin var reynd í byggingastarfsemi í Grafarholti á árunum 1999-2002 með hörmulegum afleiðingum. Hún grefur undan íslenskum sjávarútvegi,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.
Friðrik telur að leggja megi reynslu byggingaverktaka í Grafarholti til grundvallar þegar rætt er um hvaða afleiðingar uppboð á aflaheimildum gæti haft. Í erindi Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra BM-Vallár og varaformanns Samtaka iðnaðarins, á fundi samtakanna haustið 2004 kom skýrt fram hvaða afleiðingarnar lóðauppboð hafði á byggingariðnaðinn. Lóðaverð næstum tvöfaldaðist á þremur árum og byggingarkostnaður jókst verulega.