Þrjár útgerðir fengu hrefnuveiðileyfi

Njörður á hrefnuveiðum.
Njörður á hrefnuveiðum.

Þrjú útgerðarfélög hafa fengið leyfi til að veiða hrefnu í sumar. Eru þetta útgerð Halldórs Sigurðssonar á Ísafirði, Drafnar í Reykjavík og Njarðar í Kópavogi en þessir bátar hafa stundað hrefnuveiðar undanfarin ár. Umsóknarfrestur um veiðileyfi rann út í síðustu viku.

Samkvæmt reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra hefur gefið út, verða   hvalveiðar bannaðar á tveimur svæðum, í Faxaflóa og við Tjörnes. Svæðin eru skilgreind sem hvalaskoðunarsvæði.

Gert er ráð fyrir að veiða megi allt að 100 hrefnur í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert