Vinnuslys fór betur en á horfðist

Um klukkan sex í kvöld varð vinnuslys við starfsstöð BM Vallár á Höfða. Starfsmaður hafði klifrað ofan í þró og vann að því að hreinsa steypuaffall í botni hennar, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Starfsmaðurinn hafði tekið rafmagnið af til öryggis, en við affallið var vélbúnaður af einhverju tagi. Annar starfsmaður mætti hins vegar á svæðið litlu síðar og sló rafmagninu aftur inn. Við það fór vélbúnaðurinn í gang og slasaðist maðurinn sem var þar niðri. Hann komst hins vegar af sjálfsdáðum upp og var því ekki hættulega slasaður, en honum var samt ekið á sjúkrahús til aðhlynningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert