Gæti þurft umboðsmann skuldara

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir nauðsyn­legt að rann­saka hvaða aðferðum bank­arn­ir eru að beita við að taka á vanda fyr­ir­tækja sem eiga í rekstr­ar­erfiðleik­um. Sam­ræma þurfi þær aðgerðir, gera þær gagn­særri og skoða hvort þörf sé á miðlæg­um umboðsmanni skuld­ara.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði Gylfa, sem birt var á vefsíðu viðskiptaráðuneyt­is­ins í dag, í kafla þar sem hann fjall­ar um svo­kallað eignaum­sýslu­fé­lag og úr­vinnslu á skulda­stöðu fyr­ir­tækja. Í minn­is­blaðinu fer Gylfi yfir sviðið, í tíu liðum, og lýs­ir sýn sinni á end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins, eins og hún stend­ur í dag.

Um gjald­eyr­is­höft­in seg­ir hann að til þess að hægt verði að losa um þau þurfi að leysa vanda þeirra aðila sem eiga fjár­magn í ís­lensk­um krón­um, sem þeir gjarn­an vilja selja. „Nokkr­ir einkaaðilar hafa sett fram leiðir til að leysa þenn­an vanda með eigna­skipt­um eða skulda­bréfa­út­boðum. Er lausn á þessu verk­efni for­senda þess að unnt sé að losa um gjald­eyr­is­höft­in,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

Skekkja í efna­hags­reikn­ingi nýju bank­anna

Einnig seg­ir Gylfi mik­il­vægt að nýju bank­arn­ir séu með gjald­eyris­jöfnuð í lagi. Lýs­ir hann þeirri skekkju sem verður í efna­hags­reikn­ingi nýju bank­anna, vegna þess að meira var fært fyr­ir frá gömlu bönk­un­um af geng­is­tryggðum eign­um , held­ur en geng­is­tryggðum skuld­um. „Leiðir þetta til nokk­urr­ar geng­isáhættu bank­anna og til hugs­an­legs taps á rekstri þeirra vegna mis­mun­ar á vöxt­um á þess­um eign­um og á inn­stæðum.“

Nefnd á veg­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, sem fjallað hef­ur um þenn­an vanda, muni vænt­an­lega skila af sér niður­stöðum í þess­ari viku. Ekki sé hægt að ganga frá fjár­mögn­un nýju bank­anna, né samn­ing­um við kröfu­hafa gömlu bank­anna, fyrr en lausn á þess­um vanda liggi fyr­ir. Áætl­ar hann að það geti orðið í júní næst­kom­andi.

Minn­is­blaðið í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert