Íslendingur handtekinn í Brasilíu

Kókaín.
Kókaín. mbl.is/Júlíus

24 ára gam­all Íslend­ing­ur var ný­lega hand­tek­inn á flug­velli í land­inu á leiðinni til Spán­ar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fór­um sín­um. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að maður­inn eigi yfir höfði sér allt að 20 ára fang­elsi.

Útvarpið vitnaði til bras­il­ískra fjöl­miðla um að Íslend­ing­ur­inn hafi verið hand­tek­inn á föstu­dags­kvöldið á alþjóðaflug­vell­in­um í Recife norðan­lega í Bras­il­íu. Maður­inn var þá að stíga um borð í flug­vél á leiðinni til borg­ar­inn­ar Malága á Spáni. Við leit í far­angri hans fund­ust 5,7 kíló af mjög hreinu kókaíni, sem búið var að koma fyr­ir í smá­um pakkn­ing­um neðst í ferðatösku hans.

Að sögn bras­il­ískra fjöl­miðla tel­ur lög­regla að maður­inn hafi fengið efnið í borg­inni Fort Al­eza, sem er norðan við Recife, og hon­um hafi verið lofað 10.000 evr­um fyr­ir að flytja efnið til Spán­ar, eða 1,7 millj­ón­um ís­lenskra króna. Talið er að götu­sölu­and­virði efn­is­ins nemi tæp­um 58 millj­ón­um króna.

21 árs gam­all Bras­il­íumaður var  hand­tek­inn með rúmt kíló af hreinu kókaíni á leið í sama flug. Lög­regla tel­ur að menn­irn­ir teng­ist ekki en þeir hafi fengið efn­in á sama stað.

Blaðafull­trúi lög­regl­un­ar sagði í fjöl­miðlum að það hefði komið lög­reglu­yf­ir­völd­um mjög á óvart að Íslend­ing­ur tengd­ist mál­inu, þar sem landið væri þekkt fyr­ir litla spill­ingu. Þetta væru ef til vill af­leiðing­ar efna­hags­hruns­ins á Íslandi, að ungt fólk leidd­ist út á braut glæpa. 
 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert