61,2% vilja aðildarviðræður

Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel.
Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. AP

Meiri­hluti Íslend­inga vill fara í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un, sem Gallup gerði fyr­ir Rík­is­út­varpið. Sam­kvæmt könn­un­inni eru 61,2% þjóðar­inn­ar mjög eða frek­ar hlynnt því. Hins veg­ar eru 26,9% frek­ar eða mjög and­víg því að farið verði í aðild­ar­viðræður.

11,8% svara hvorki né.

Stuðning­ur er meiri á höfuðborg­ar­svæðinu en á lands­byggðinni, meiri hjá tekju­há­um en tekju­lág­um og meiri hjá þeim sem hafa meiri mennt­un, en minni hjá þeim sem hafa minni mennt­un.

Aðeins þeir sem segj­ast hafa kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn í Alþing­is­kosn­ing­un­um eru frek­ar and­víg­ir aðild­ar­viðræðum. 48% þeirra eru and­víg­ir en 41% fylgj­andi viðræðum. Meiri­hluti kjós­enda allra annarra flokka er fylgj­andi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

Könn­un­in leiðir hins veg­ar í ljós að þjóðin skipt­ist nán­ast í helm­inga þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt eða and­vígt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Fylg­is­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skera sig mjög úr í aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Nærri 80% þeirra vilja aðild en aðeins 7% eru á and­víg­ir.

Könn­un­in var gerð dag­ana 29. apríl til 6. maí. Í net­úr­taki voru þrett­án hundruð manns og var svar­hlut­fall ríf­lega sex­tíu pró­sent.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert