Ágreiningur ekki áhrif á aðildarviðræður

Reuters

fordæmi eru fyrir því meðal ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu að ósamkomulag sé innan ríkisstjórna og meðal stjórnvalda um aðild. Þannig voru t.d. mjög skiptar skoðanir innan ríkisstjórnar Svíþjóðar á sínum tíma.

„Víðast hvar í Evrópu hafa verið mjög skiptar skoðanir innan stjórnmálaflokka og á milli flokka og þetta hefur komið í ljós í atkvæðagreiðslum á þingum og í þjóðaratkvæðagreiðslum,“ segir Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Þetta hefur hins vegar ekki haft áhrif á eða komið í veg fyrir samningaviðræður viðkomandi ríkja og ESB,“ bætir hann við.

Aðalsteinn segir að þegar lagt er af stað í þessa vegferð sé ekki óeðlilegt að menn hafi mismunandi fyrirvara og sýn á þá hagsmuni sem ber að verja og sækja í aðildarviðræðum.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert