Aldrei fleiri sem hjóla í vinnuna

Eyþór Árnason

Hin ár­lega landskeppni Hjólað í vinn­una var sett í Reykja­vík í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg er bú­ist við feikigóðri þátt­töku þar sem reiðhjólið nýt­ur meiri vin­sælda um þess­ar mund­ir en áður sem sam­göngu­tæki.

Í ávarpi sínu við opn­un keppn­inn­ar í morg­un sagðist Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, fagna átak­inu og notaði tæki­færið til að hvetja starfs­menn borg­ar­inn­ar áfram þær vik­ur sem átakið stend­ur.

ÍSÍ stend­ur nú ásamt sam­starfsaðilum fyr­ir Hjólað í vinn­una í sjötta sinn og er mark­miðið að vekja at­hygli á hjól­reiðum sem hag­kvæm­um sam­göngu­máta sem einnig styrk­ir heilsu og bæt­ir borg­ar­brag.

Árið 2008 tóku 1017 lið frá 431 vinnustað þátt í keppn­inni sem í meg­in­at­riðum felst í því að fara til og frá vinnu án þess að nota einka­bíl­inn. Þátt­tak­end­ur í fyrra voru 7065 og býst Jóna H. Bjarna­dótt­ir sem hef­ur um­sjón með keppn­inni við að það met verði slegið í ár. Átakið stend­ur til 26. maí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert