„Ég á eftir að deyja hérna"

Brasilíska blaðið Diario de Pernambuco birti myndskeið þar sem lögregla …
Brasilíska blaðið Diario de Pernambuco birti myndskeið þar sem lögregla sést leiða Ragnar á brott eftir að hann var handtekinn.

„Ég á eft­ir að deyja hérna," seg­ir Ragn­ar Erl­ing Her­manns­son, sem hand­tek­inn var með mikið magn af kókaíni í Bras­il­íu að kvöldi síðasta föstu­dags. Rætt var við hann í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Hann deil­ir nú fanga­klefa með fimmtán öðrum föng­um, en í viðtal­inu sagðist hann ekki vera þannig týpa að hann gæti verið í fang­elsi. Hann brast í grát í viðtal­inu og bað um að at­hugað yrði hvort nokk­ur leið væri til þess að fá hann fram­seld­an til Íslands. Sagðist hann aldrei hafa viljað fara í ferðina, held­ur hefði hann verið neydd­ur til þess.

Hann kveðst í ofanálag vera kom­inn með matareitrun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert