Ekkert búið fyrr en allt er búið

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Árni Sæberg

„Það hefur gengið mjög vel og sér til lands í flestum efnum, en það er ekki búið að ganga frá samkomulagi um neitt, fyrr en búið er að klára allt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, í samtali við blaðamann mbl.is í Alþingishúsinu nú í kvöld.

Ekkert virðist því vera í hendi um stjórnarmyndunina fyrr en búið er að fullmóta stjórnarsáttmálann og skrifa undir hann.

Jóhanna Sigurðardóttir var þar einnig en hún sagði að ekkert nýtt hafi komið upp á þingflokksfundum stjórnarflokkanna í dag, sem breyti því að ný stjórn verði kynnt um næstu helgi. Sagði hún að fundurinn Samfylkingarmegin hefði verið góð yfirferð yfir stöðuna, en að fátt standi nú út af borðinu.

Steingrímur mun funda með Jóhönnu og því sem kallað er ,,yfirstjórn viðræðna" í kvöld, þ.e. varaformönnum og aðstoðarmönnum formanna. Þar verður farið yfir það sem gerðist á þingflokksfundunum og svo verður fundað áfram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert