„Ekkert dásamlegra en kindur“

Fjárbændurnir Rannveig Vilhjálmsdóttir til vinstri og Stella Gunnarsdóttir hægra megin.
Fjárbændurnir Rannveig Vilhjálmsdóttir til vinstri og Stella Gunnarsdóttir hægra megin.

„Það er ekkert skemmtilegra en kindur, þetta eru skemmtilegustu dýrin,“ segir Rannveig Vilhjálmsdóttir á Borgum í Grímsey en hún og mágkona hennar, Stella Gunnarsdóttir í Gerðubergi yfirtóku s.l. haust fé og fjárhús að Eiðum.

Þær stöllur létu draum um fjárbúskap rætast og halda nú 28 kindur og eiga von á um 50 lömbum að sauðburði loknum ef allt fer að óskum. 

„Okkur finnst þetta einstaklega gaman og gefandi og hugsum okkar að fjölga. Við erum bjartsýnar og hér á bæ er eintóm gleði við völd,“ segir Rannveig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert