„Það er ekkert skemmtilegra en kindur, þetta eru skemmtilegustu dýrin,“ segir Rannveig Vilhjálmsdóttir á Borgum í Grímsey en hún og mágkona hennar, Stella Gunnarsdóttir í Gerðubergi yfirtóku s.l. haust fé og fjárhús að Eiðum.
Þær stöllur létu draum um fjárbúskap rætast og halda nú 28 kindur og eiga von á um 50 lömbum að sauðburði loknum ef allt fer að óskum.
„Okkur finnst þetta einstaklega gaman og gefandi og hugsum okkar að fjölga. Við erum bjartsýnar og hér á bæ er eintóm gleði við völd,“ segir Rannveig.