Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að ekki sé útilokað að laun forstjóra ríkisfyrirtækja verði lækkuð þannig að þau verði ekki hærri en laun forsætisráðherra.
Þingflokkar stjórnarflokkanna tveggja sátu á fundi síðdegis og fjölluðu um drög að stjórnarsáttmála.
Fram kom í fréttum Útvarpsins að ekki sé útilokað að nýir skattar verði lagðir á munað, svo sem áfengi og tóbak og olíu.