Fyrsti G-strengur heims á Vestfjörðum

Vestfirðir
Vestfirðir

„Svona nærhald, og sölumaður finnast ekki í La Perla. Mæðulegur veðurbarinn Íslendingur, sem heitir Finnbogi... þræðir gróft reipi milli stæðilegra fóta sinna. Þetta, útskýrir hann, er fyrsti G-strengurinn í heiminum."

Þannig hefst afar jákvæð umfjöllum  á ferðavef breska dagblaðsins The Guardian undir fyrirsögninni Úr leið í vestri Íslands. Er sagt að á Vestfjörðum finni ferðamaðurinn gamla Ísland.

Rakið er að á ýmsu hafi gengið í landshlutanum á liðnum öldum, en þó einkanlega á síðustu 100 árum og rakið til náttúruhamfara, þá aðallega snjóflóða, óhagstæðs kvótakerfis og að aðdráttarafl Reykjavíkur hafi valdið fólksflótta í umvörpum og auðn í þorpum.

Um leið séu Vestfirðir eitt fegursta landsvæðið og segi það ekki lítið þegar rætt sé um Ísland, sem sé sannarlega engin aukvisi í ægifögru landslagi. Þrátt fyrir frumleg söfn, svo sem um sjónræningja á Patreksfirði eða nornir í Hólmavík þá sé náttúran málið - heimsókn á slóðir fuglaskoðara á Hornströndum,  Vigur (yndisleg dagsferð á báti), eða Látrabjarg, vestasti oddi Evrópu, gönguferð upp að Dynjandafossi, útreiðatúr kringum Drangajökul.

Blaðamaðurinn útskýrir einnig, að G-strengur Finnboga sé ekki sérlega kynæsandi en hann hafi hins vegar bjargað lífi sjómanna, sem sóttu ískaldan sjóinn undan norðvesturströnd Íslands. 

„Ef menn féllu fyrir borð gátu skipsfélagarnir náð taki á kaðlinum. Þessi G-strengur hefur bjargað mörgum mannslífum," er haft eftir Finnboga. 

Greinin í The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert