Létta verður drápsklyfjar vaxtanna

„Næsti vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur Seðlabank­ans er 7. maí. Að óreyndu verður ekki öðru trúað en bank­inn taki ákvörðun um mynd­ar­lega lækk­un vaxta, færi þá að minnsta kosti niður í 10% í stað gild­andi 15,5% stýri­vaxta sem leiða til yfir 20% vaxta­byrðar af skuld­bind­ing­um heim­ila og fyr­ir­tækja. Hver maður sér að þetta get­ur ekki gengið svona leng­ur. Eng­inn rekst­ur rís und­ir þessu vaxta­okri,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins í nýj­asta leiðara Íslensks iðnaðar.

Jón Stein­dór seg­ir eng­an eft­ir­spurn­arþrýst­ing rétt­læta svo háa vexti. Þá hafi verið færð fyr­ir því gild rök að vaxta­lækk­un geti jafn­vel stuðlað að minnk­andi út­streymi gjald­eyr­is. Það gangi ekki að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn og meta verðbólgu á þeim mæli­kvörðum sem eru ruglaðir vegna geng­is­hruns og hrávöru­hækk­ana liðins árs.

„Nú þarf að horfa fram á veg­inn og þá blas­ir við að verðbólg­an er að þurrk­ast út og raun­veru­leg hætta er að verða á verðhjöðnun. Þá væri farið úr ösk­unni í eld­inn. Það verður með öll­um ráðum að ná vöxt­um á svipað stig og ann­ars staðar. Um leið þarf að koma banka­kerf­inu á fullt skrið til að örva eft­ir­spurn. Verði það ekki gert hratt og ör­ugg­lega verður vandi ís­lensks sam­fé­lags fljótt ill­viðráðan­leg­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Iðnaðar­ins.

Leiðari Íslensks iðnaðar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert