Á fundi í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í gær var samþykkt að fela sveitarstjórn að segja upp samningi sveitarfélagsins við Strætó bs., en fyrirhugað var að strætó gengi um Hvalfjarðarsveit og alla leið upp í Borgarnes. Þetta kemur fram á vefnum skessuhorn.is
Komið hefur fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar sagði í síðustu viku upp samningi sínum við Strætó bs. um akstur strætisvagna til og frá Borgarnesi. Sérleyfi til að sinna almenningssamgöngum á leiðinni milli Borgarness og Reykjavíkur er nú í höndum Borgarbyggðar. Kemur því í hlut þess sveitarfélags að finna annað fyrirtæki til að halda uppi lögbundinni þjónustu samkvæmt samningi við ríkið.