Þrír voru teknir fyrir akstur undir áhrifum, tveir í Reykjavík og einn á Selfossi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var annar ökumaðurinn grunaður um ölvun en hinn um fíkniefnaakstur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var ökumaður þar grunaður um akstur undir áhrifum ávanabindandi efna. Allir eiga ökumennirnir á hættu að vera sviptir ökuskírteinum sínum verði niðurstöður prófana jákvæðar.