Úrkomumet féllu á mörgum veðurathugunarstöðvum

mbl.is/Þorkell

Veður­stof­an hef­ur nú staðfest að nokk­ur úr­komu­met féllu í nýliðnum apríl, sem var mik­ill rign­ing­ar­mánuður víða á Suður­landi og einnig vest­an til á Norður­landi.

Nokk­ur mánaðarúr­komu­met féllu. Á Kvískerj­um mæld­ust 523,7 milli­metr­ar og hef­ur ekki mælst meiri úr­koma á ís­lenskri veður­stöð í apríl. Eldra met var sett á Kvískerj­um í apríl 1984, en þá varð heild­ar­úr­kom­an 520,7 mm. Aprílúr­komu­met voru sett á fleiri stöðvum.

Þeirra merk­ust eru að mati Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings nýtt met í Vest­manna­eyj­um, en þar hef­ur verið mælt frá 1881, og á Eyr­ar­bakka þar sem einnig hef­ur verið mælt frá 1881, en með nokkr­um hlé­um. Met var sett í Vík í Mýr­dal (mælt frá 1926) og á mörg­um stöðvum á vest­an­verðu Norður­landi. Úrkoma í Reykja­vík mæld­ist 100 mm sem er 70% um­fram meðallag, á Ak­ur­eyri mæld­ist úr­kom­an 27 mm, 20% und­ir meðallagi.

Apríl reynd­ist mjög hlýr. Meðal­hiti í Reykja­vík var 5,0 stig eða 2,1 stigi ofan meðallags. Þetta er tí­undi hlýj­asti apríl frá upp­hafi sam­felldra mæl­inga 1870. Á Ak­ur­eyri var meðal­hit­inn 3,5 stig, 1,9 stig­um ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðal­hit­inn 5,7 stig og er það 2,9 stig­um yfir meðallagi.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert