Varasöm gatnamót löguð í sumar

Hættu­leg­ustu gatna­mót lands­ins í fyrra voru gatna­mót Suður­lands­braut­ar, Lauga­veg­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Þar urðu flest slys með meiðslum á fólki. Flest um­ferðarslys, með og án meiðsla á fólki, urðu hins veg­ar á mót­um Grens­ás­veg­ar og Miklu­braut­ar. Þetta má lesa út úr nýrri slysa­skýrslu Um­ferðar­stofu fyr­ir árið 2008.

Ein­ar Magnús Magnús­son, upp­lýs­inga­full­trúi Um­ferðar­stofu, bend­ir á að á hættu­leg­ustu gatna­mót­um lands­ins, þar sem mæt­ast Kringlu­mýr­ar­braut, Lauga­veg­ur og Suður­lands­braut, séu eng­in beygju­ljós fyr­ir þá sem beygja þvert fyr­ir um­ferð sem ekur norður og suður Kringlu­mýr­ar­braut. Ein­ar tel­ur að af þessu stafi mik­il hætta og að beygju­ljós myndu án efa draga stór­lega úr slys­um á þess­um gatna­mót­um.

Ólaf­ur Bjarna­son hjá sam­göngu­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar sagði að stefnt væri að því að lag­færa þessi gatna­mót í sum­ar. Setja ætti beygju­ljós fyr­ir vinstri­beygju á Kringlu­mýr­ar­braut. Þetta væri liður í sam­starfs­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar­inn­ar. Einnig á að laga gatna­mót Hring­braut­ar-Njarðargötu og Kringlu­mýr­ar­braut­ar-Borg­ar­túns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert