Vaxtastefnan ógnar bönkunum

Merki Alþýðusambands Íslands.
Merki Alþýðusambands Íslands.

Nú­ver­andi vaxta­stefna Seðlabanka Íslands ógn­ar banka­kerf­inu eins og það legg­ur sig, seg­ir í nýrri álykt­un frá miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um viðskiptaráðherra er mikið ójafn­vægi milli inn­lendra skulda bank­anna og eigna þeirra í er­lendri mynt. Háir vext­ir gera það erfitt að taka á þess­um mikla halla á gengis­jöfnuði. Verði hann ekki rétt­ur af mun kostnaður­inn lenda af full­um þunga á rík­is­sjóði, al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um, sem þegar róa lífróður,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Ótt­ast miðstjórn­in að verði ekki snúið af óheilla­braut of­ur­hárra vaxta á sama tíma og gjald­eyr­is­höml­ur séu í gildi, þá blasi við frek­ari fjölda­upp­sagn­ir og gjaldþrota.

Hún krefst þess að vext­ir lækki veru­lega og hvet­ur Seðlabanka Íslands til að lækka stýri­vexti við vaxta­ákvörðun á morg­un þannig að vaxtamun­ur verði ekki meiri en sem nem­ur 4% miðað við evr­ópska seðlabank­ann. Vext­ir þar eru í dag 1,25%.  Það þýðir að miðstjórn ASÍ vill að stýri­vext­ir lækki úr 15,5% í 5,25%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert