46% raunlækkun fasteigna

Seðlabank­inn seg­ir, að sam­drátt­ur íbúðafjár­fest­ing­ar muni vara í þrjú ár og raun­v­irði hús­næðis muni lækka um 32% að nafn­v­irði og 46% frá því það var hæst í októ­ber árið 2007.  Í Íbúðaverð hef­ur þegar lækkað um ná­lægt 10% að nafn­v­irði og 25% að raun­v­irði frá því að það náði há­marki. 

Fram kem­ur í Pen­inga­mál­um Seðlabank­ans, að reynsl­an sýni að út­gjöld, sem miðist við áætl­un til lengri tíma, verði sér­stak­lega illa úti í kjöl­far  fjár­málakreppu. Yf­ir­leitt líði tvö ár áður en sam­drætti íbúðafjár­fest­ing­ar linni.

Þetta gef­ur til kynna að það taki tíma að koma efna­hag heim­ila í eðli­legra horf, draga úr of­fram­boði óseldra íbúða og efla að nýju traust heim­ila á fjár­hags­legu ör­yggi sínu áður en þau þora að leggja út í stór­tæk­ar  fjár­fest­ing­ar eins og fast­eigna­kaup. Krepp­an mun að lík­ind­um hafa langvar­andi áhrif á fast­eigna­markaðinn ef miðað er við hve krepp­an er al­var­leg og þensl­an í aðdrag­anda krepp­unn­ar var mik­il," seg­ir Seðlabank­inn.

Því er spáð að sam­drátt­ur íbúðafjár­fest­ing­ar, sem hófst árið 2008, verði þrálát­ari en í dæmi­gerðri niður­sveiflu og muni vara í þrjú ár og lík­lega verði lækk­un hús­næðis­verðs í meira lagi í sam­an­b­urði við þá lækk­un sem orðið hafi í öðrum fjár­málakreppu­lönd­um.

Hús­næðis­verð í Banda­ríkj­un­um hef­ur lækkað um u.þ.b. 31% að nafn­v­irði frá því að það náði há­marki um mitt ár 2006 sam­kvæmt sam­sett­um hús­næðis­verðsvísi­töl­um. Íbúðaverð í Finn­landi lækkaði um 52% að raun­v­irði frá 1989 til 1993 í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert