Aðlögun fyrir opnum tjöldum

mbl.is/ÞÖK

Gjaldþrot, nauðungarsölur og nauðasamningar eru mál sem rekin eru fyrir opnum tjöldum.

Nauðasamningar vegna greiðsluaðlögunar eru engin undantekning og nöfn þeirra sem í hlut eiga verða þess vegna birt í Lögbirtingablaðinu, að sögn Eddu Andradóttur héraðsdómslögmanns sem skipuð hefur verið umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum vegna samningsskulda.

Nafnbirting vegna umsóknar um greiðsluaðlögun þykir ýmsum harkaleg aðgerð. Edda bendir á að nauðasamningarnir vegna greiðsluaðlögunar séu viðbótarkafli við lögin um gjaldþrotaskipti. „Meðferð máls samkvæmt þeim lögum er ekki háð nafnleynd. Nafnbirtingin í Lögbirtingablaðinu er innköllun til þeirra kröfuhafa sem telja sig eiga kröfu á hendur viðkomandi einstaklingi.“

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur aðspurður óvíst að neytendur hafi gert ráð fyrir opinberri nafnbirtingu. „Eitt af því sem ég fann að þessum annars ágætu lögum var að þau skyldu vera svolítið gjaldþrota- og kröfuhafamiðuð. Ég vildi hafa þetta sérlög. En eftir á að hyggja er kannski erfitt að komast hjá svona innköllun.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert