Nýir tímar boða til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 13 á morgun vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu, að því er segir í tilkynningu.
„Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú „Skjaldborg” sem slá átti um heimilin sé hvergi sjáanleg. Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn! Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar. Vargir sjá sér ekki annarra kosta völ en að fara i greiðsluverkfall," að því er segir í tilkynningu.