Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra

00:00
00:00

Sára­fá­ir stjórn­end­ur rík­is­stofn­ana hafa hærri laun en for­sæt­is­ráðherra, seg­ir Hauk­ur Ingi­bergs­son, formaður Fé­lags for­stöðumanna rík­is­stofn­ana, sem tel­ur um 200 fé­lags­menn. 

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar verður kveðið á um að laun rík­is­for­stjóra verði ekki hærri en laun for­sæt­is­ráðherra. Hauk­ur seg­ir að inn­an rík­is­kerf­is þurfi að vera sam­ræmi og það sé alls ekki óeðli­legt að miða við að laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins séu þau hæstu. Það verði þó að hafa í huga að þá verði önn­ur rétt­indi og kjör líka að vera jöfn, svo sem líf­eyr­is­greiðslur. 

Kjararáð ákveður laun for­stöðumanna og for­stjóra hefðbund­inna rík­is­stofn­ana og tek­ur þar mið af ákveðnum þátt­um svo sem launaþróun. Öðru máli gegn­ir um stjórn­end­ur rík­is­stofn­ana, fyr­ir­tækja og hluta­fé­laga í eigu rík­is­ins sem hafa yfir sér sér­staka stjórn sem hef­ur meðal ann­ars það hlut­verk að ákv­arða laun for­stjór­anna. Hauk­ur seg­ir að þar hljóti að vera hægt að setja viðmið eins og hjá kjararáði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert